Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 13:13 Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David. Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast. Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast.
Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira