Rekstrarniðurstaða meðal annars betri vegna matsbreytinga Félagsbústaða Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 14:46 Ráðhús Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira