Ofsóknir fjölmiðla hafi byrjað þegar eiginkona hans var myrt af Manson-fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 16:46 Roman Polanski. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni. Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni.
Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22
Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14