Reistu stærðarinnar Trump-skúlptúr í Slóveníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:19 Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur í Slóveníu. Vísir/AP „Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina. Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
„Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59