Undirritar í dag friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum gegn orkuvinnslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2019 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Stöð 2 Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi. Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi.
Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira