Innlent

Annað barnanna mest slasað

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn um klukkan 21:00 í gærkvöldi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn um klukkan 21:00 í gærkvöldi. Ingvar Sigurðsson
Einstaklingarnir fjórir sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi í Eldhrauni í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn. Um var að ræða hjón með tvö börn.

Í samtali við Vísi sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að annað barnanna væri meira slasað en hin þrjú. Þau hafi þó öll verið með meðvitund þegar viðbragðsaðila bar að garði og enginn talinn í lífshættu.

Þjóðveginum var lokað um tíma vegna slyssins en hann var opnaður aftur á tíunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×