Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: „Verð að biðja hann afsökunar“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:27 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45