Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 00:01 Hinsegin dagar standa til laugardags þegar gleðigangan fer fram. Vísir/Vilhelm Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn. Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn.
Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira