Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 08:20 Placido Domingo er 78 ára gamall. Hér sést hann á hátíð í Madrid um miðjan júlímánuð. Getty/NurPhoto Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll. Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll.
Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira