Birti brjóstamynd sem netverjar höfðu hótað að birta Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 12:23 Whitney Cummings hefur gert það gott sem uppistandari. Vísir/Getty Í apríl síðastliðnum birti uppistandarinn Whitney Cummings myndband af sér í Instagram-sögu sinni þar sem hún var í baði að borða litkaber. Þegar hún áttaði sig á því að annað brjóst hennar var í mynd var hún fljót að eyða myndbandinu en fjöldi netverja höfðu þá þegar náð skjáskoti af myndbandinu. Í kjölfarið fóru henni að berast skilaboð þar sem aðilar með skjáskotið undir höndum báðu um greiðslur gegn því að þeir myndu ekki birta myndina. Þegar hún vakti máls á skilaboðunum á Twitter sagði hún þá sem hefðu hótað henni örugglega halda að hún væri frægari en hún raunverulega er og að öllum líkindum haldið að það væri auðveldara að ógna henni. „Ef einhver ætlar að græða pening eða like á geirvörtunni minni, þá verður það ég. Svo hér er þetta allt saman, vitlausu lúðar,“ skrifar Cummings við færslu þar sem hún birtir myndina sjálf ásamt skjáskoti af skilaboðum þar sem hún var beðin um pening fyrir myndina.2)They all must think I’m way more famous than I am, but they also must think I’m way more easily intimidated than I am. If anyone is gonna make money or likes off my nipple, it’s gonna be me. So here it all is, you foolish dorks. pic.twitter.com/cet4YEXVyG — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hún segist ekki ætla að birta nöfn þeirra sem reyndu að græða á henni því það gætu verið „vitlausir krakkar“ og hún hefði sjálf ekki viljað að þær heimsku hugmyndir sem hún hafði sem unglingur væru á allra vitorði eftir eina Google-leit. Eftir að hún birti myndina á Twitter-síðu sinni fóru henni að berast skilaboð þar sem einstaklingar sögðust vera með aðgang að iCloud-reikningi hennar þar sem allar hennar myndir eru að finna. Hún var ekki lengi að snúa þeim hótunum upp í grín. „Ég skal vera hreinskilin, ég stend með flestum nektarmyndum af mér. Í hreinskilni skammast ég mín meira fyrir öll inspirational quotes sem ég hef tekið skjáskot af.“Now I'm getting threatened with "we have access to your iCloud." I'll be honest, I stand by most of my nudes. Frankly I'm way more embarrassed by all the inspirational quotes I've screen grabbed. — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Í apríl síðastliðnum birti uppistandarinn Whitney Cummings myndband af sér í Instagram-sögu sinni þar sem hún var í baði að borða litkaber. Þegar hún áttaði sig á því að annað brjóst hennar var í mynd var hún fljót að eyða myndbandinu en fjöldi netverja höfðu þá þegar náð skjáskoti af myndbandinu. Í kjölfarið fóru henni að berast skilaboð þar sem aðilar með skjáskotið undir höndum báðu um greiðslur gegn því að þeir myndu ekki birta myndina. Þegar hún vakti máls á skilaboðunum á Twitter sagði hún þá sem hefðu hótað henni örugglega halda að hún væri frægari en hún raunverulega er og að öllum líkindum haldið að það væri auðveldara að ógna henni. „Ef einhver ætlar að græða pening eða like á geirvörtunni minni, þá verður það ég. Svo hér er þetta allt saman, vitlausu lúðar,“ skrifar Cummings við færslu þar sem hún birtir myndina sjálf ásamt skjáskoti af skilaboðum þar sem hún var beðin um pening fyrir myndina.2)They all must think I’m way more famous than I am, but they also must think I’m way more easily intimidated than I am. If anyone is gonna make money or likes off my nipple, it’s gonna be me. So here it all is, you foolish dorks. pic.twitter.com/cet4YEXVyG — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hún segist ekki ætla að birta nöfn þeirra sem reyndu að græða á henni því það gætu verið „vitlausir krakkar“ og hún hefði sjálf ekki viljað að þær heimsku hugmyndir sem hún hafði sem unglingur væru á allra vitorði eftir eina Google-leit. Eftir að hún birti myndina á Twitter-síðu sinni fóru henni að berast skilaboð þar sem einstaklingar sögðust vera með aðgang að iCloud-reikningi hennar þar sem allar hennar myndir eru að finna. Hún var ekki lengi að snúa þeim hótunum upp í grín. „Ég skal vera hreinskilin, ég stend með flestum nektarmyndum af mér. Í hreinskilni skammast ég mín meira fyrir öll inspirational quotes sem ég hef tekið skjáskot af.“Now I'm getting threatened with "we have access to your iCloud." I'll be honest, I stand by most of my nudes. Frankly I'm way more embarrassed by all the inspirational quotes I've screen grabbed. — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47