Fyrrverandi forseti Kirgistan ákærður fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Atambajev streittist við handtöku í tvo sólahringa áður en hann gafst loks upp. Vísir/EPA Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar. Kirgistan Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar.
Kirgistan Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira