87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:40 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Þór Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. Lögmenn tveggja kaupenda fóru fram á að þeir fengju íbúðirnar afhentar nú þegar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málið var þingfest. Lögmaður Félags eldri borgara segir félagið ekki hafa lyklavöld yfir íbúðunum og fór fram á vikufrest til að koma með varnir í málinu. Stjórn Félags eldri borgara kynnti sáttartilboð sitt til kaupenda íbúða fyrir aldraða að Árskógum í gær þar sem fram kom að krafa félagsins um að þeir greiddu alls 400 milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætluna bygginganefndar félagsins yrði lækkuð í 252 milljónir króna. Með þessu lækkuðu aukakröfurnar úr 4,5-7 milljónum króna í rúmar 2,5-4 milljónir króna á hverja íbúð. Nú þegar hafa 26 af 65 skrifað undir skilmálabreytinguna.Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Félag eldri borgara þrjá kaupendur í morgun og kynnti þeim nýtt sáttatilboð og var tóninn hjá kaupendunum mun jákvæðari en áður þó ekki hafi verið skrifað undir í morgun. Lögmenn tveggja kaupenda segja að umbjóðendur sínir telji að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og kröfðust í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Félag eldri borgara stæði við þá samninga og afhenti lykla af íbúðum þeirra. Sigurður Kári Kristjánsson er lögmaður annars kaupandans sem er 87 ára gömul kona. „Félagið hefur sjálft lýst því yfir að það er ekki í neinum rétti til að krefja hana um nokkrar milljónir umfram það sem samið hefur verið um. Þó svo að það sé afsláttur af ofgreiðslukröfunni þá er sú krafa alveg jafn ólögmæt og upphafleg krafa“ segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir umbjóðanda sinn á götunni og þurfi að fá íbúðina sína afhenta strax. „Það væri nú svona mannlegri áferð á viðbrögðum félagsins ef það myndi afhenda íbúðirnar strax. Ef að það telur sig svo eiga rétt á aukagreiðslum frá mínum umbjóðanda að sækja þá greiðslu í stað þess að neita mínum umbjóðanda að afhenda íbúðirnar eftir að kaupsamningsgreiðslur hafa farið fram,“ segir Sigurður.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður á Rétti.Stöð 2Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir megi selja íbúðirnar á markaðsverði þegar þeir selji í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður Kári segir að þetta skipti ekki máli fyrir sinn umbjóðanda. „Minn umbjóðandi er 87 ára gömul kona og ég fæ ekki séð að hún ætli að taka þátt í einhverju fasteignabraski í kjölfar þessara kaupa. Hún vill bara fá að flytja þarna inn og búið,“ segir Sigurður Kári. Málfutningur Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns var sambærilegur hún sagði að sinn umbjóðandi vildi fá íbúðina afhenta nú þegar. „Mínir umbjóðendur eru á hrakhólum. Kaupsamningurinn er bindandi og það ber að afhenda eignina og einhverjar mögulegar sáttir um verð ef kaupendur kjósa að greiða umfram verð þá er það bara eitthvað sem á að semja um síðar það á ekki að hafa áhrif á afhendingu eignarinnar,“ segir Sigrún.Ekki með lyklavöld Daði Bjarnason hæstaréttarlögmaður er verjandi Félags eldri borgara í málinu. Hann bað við þingfestinguna í morgun um frest til að koma við vörnum og var gefinn vikufrestur til þess. „Það er ákveðinn ómögleiki til staðar því minn umbjóðandi er ekki með lyklavöld yfir íbúðunum heldur verktakinn og svo fer fram ákveðið hagsmunamat. Þarna eru heildarhagsmunir, það þarf að gæta jafnræðis. Það er ekki hægt að hleypa sumum inn bara á verðinu sem kom fram í kaupsamningi. Það verður að skoða þetta í samhengi við þann kostnað sem þarna er að baki og hvernig hann á að dreifast“ segir Daði. Húsnæðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. Lögmenn tveggja kaupenda fóru fram á að þeir fengju íbúðirnar afhentar nú þegar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málið var þingfest. Lögmaður Félags eldri borgara segir félagið ekki hafa lyklavöld yfir íbúðunum og fór fram á vikufrest til að koma með varnir í málinu. Stjórn Félags eldri borgara kynnti sáttartilboð sitt til kaupenda íbúða fyrir aldraða að Árskógum í gær þar sem fram kom að krafa félagsins um að þeir greiddu alls 400 milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætluna bygginganefndar félagsins yrði lækkuð í 252 milljónir króna. Með þessu lækkuðu aukakröfurnar úr 4,5-7 milljónum króna í rúmar 2,5-4 milljónir króna á hverja íbúð. Nú þegar hafa 26 af 65 skrifað undir skilmálabreytinguna.Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Félag eldri borgara þrjá kaupendur í morgun og kynnti þeim nýtt sáttatilboð og var tóninn hjá kaupendunum mun jákvæðari en áður þó ekki hafi verið skrifað undir í morgun. Lögmenn tveggja kaupenda segja að umbjóðendur sínir telji að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og kröfðust í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Félag eldri borgara stæði við þá samninga og afhenti lykla af íbúðum þeirra. Sigurður Kári Kristjánsson er lögmaður annars kaupandans sem er 87 ára gömul kona. „Félagið hefur sjálft lýst því yfir að það er ekki í neinum rétti til að krefja hana um nokkrar milljónir umfram það sem samið hefur verið um. Þó svo að það sé afsláttur af ofgreiðslukröfunni þá er sú krafa alveg jafn ólögmæt og upphafleg krafa“ segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir umbjóðanda sinn á götunni og þurfi að fá íbúðina sína afhenta strax. „Það væri nú svona mannlegri áferð á viðbrögðum félagsins ef það myndi afhenda íbúðirnar strax. Ef að það telur sig svo eiga rétt á aukagreiðslum frá mínum umbjóðanda að sækja þá greiðslu í stað þess að neita mínum umbjóðanda að afhenda íbúðirnar eftir að kaupsamningsgreiðslur hafa farið fram,“ segir Sigurður.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður á Rétti.Stöð 2Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir megi selja íbúðirnar á markaðsverði þegar þeir selji í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður Kári segir að þetta skipti ekki máli fyrir sinn umbjóðanda. „Minn umbjóðandi er 87 ára gömul kona og ég fæ ekki séð að hún ætli að taka þátt í einhverju fasteignabraski í kjölfar þessara kaupa. Hún vill bara fá að flytja þarna inn og búið,“ segir Sigurður Kári. Málfutningur Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns var sambærilegur hún sagði að sinn umbjóðandi vildi fá íbúðina afhenta nú þegar. „Mínir umbjóðendur eru á hrakhólum. Kaupsamningurinn er bindandi og það ber að afhenda eignina og einhverjar mögulegar sáttir um verð ef kaupendur kjósa að greiða umfram verð þá er það bara eitthvað sem á að semja um síðar það á ekki að hafa áhrif á afhendingu eignarinnar,“ segir Sigrún.Ekki með lyklavöld Daði Bjarnason hæstaréttarlögmaður er verjandi Félags eldri borgara í málinu. Hann bað við þingfestinguna í morgun um frest til að koma við vörnum og var gefinn vikufrestur til þess. „Það er ákveðinn ómögleiki til staðar því minn umbjóðandi er ekki með lyklavöld yfir íbúðunum heldur verktakinn og svo fer fram ákveðið hagsmunamat. Þarna eru heildarhagsmunir, það þarf að gæta jafnræðis. Það er ekki hægt að hleypa sumum inn bara á verðinu sem kom fram í kaupsamningi. Það verður að skoða þetta í samhengi við þann kostnað sem þarna er að baki og hvernig hann á að dreifast“ segir Daði.
Húsnæðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira