Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Héraðið Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu. Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu.
Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira