Þróttur skoraði sjö mörk í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 21:57 Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt í Kópavoginum. mynd/þróttur Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira