Samdráttur í launakostnaði of lítill Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45
Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun