FH hefur aldrei áður fengið KR í heimsókn í bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:00 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir FH í bikarúrslitaleiknum fyrir nákvæmlega níu árum. Hér er hann í baráttunni við Bjarna Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara KR-liðsins. Mynd/Daníel FH-ingar reyna í kvöld að vinna sinn fyrsta bikarleik á móti KR í nákvæmlega níu ár en það er einmitt jafnlangt liðið síðan að FH-liðið varð bikarmeistari síðast. FH og KR hafa mæst áður í bikarsögunni en leikurinn í kvöld verður samt sögulegur. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. Allir sex bikarleikir FH og KR til þessa hafa nefnilega farið fram í Reykjavík. Það breytist í kvöld þegar FH-ingar taka á móti erkifjendum sínum í Vesturbænum í undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Fjórir leikjanna hafa farið fram á KR-vellinum í Frostaskjóli þar á meðal þeir þrír síðustu sem KR hefur unnið alla. FH vann þrjá fyrstu bikarleiki liðanna, einn á KR-vellinum en hina tvo á þjóðarleikvanginum í Laugardalnum. FH hefur ekki unnið bikarleik á móti KR síðan í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum haustið 2010. FH vann þá 4-0 stórsigur þökk sé tveimur mörkum frá Matthíasi Vilhjálmssyni og sitt hvoru markinu frá Atli Viðari Björnssyni og Atla Guðnasyni. Þessi bikarúrslitaleikur fyrir níu árum fór einmitt fram 14. ágúst og það eru því liðin nákvæmlega níu heil ár þegar leikurinn er spilaður í dag. Leikirnir hófust meira að segja á sama tíma eða klukkan 18.00.Sex bikarleikir KR og FH: 8 liða úrslit 2015: KR vann 2-1 á KR-velli 32 liða úrslit 2014: KR vann 1-0 á KR-velli 16 liða úrslit 2011: KR vann 2-0 á KR-velli Úrslitaleikur 2010: FH vann 4-0 á Laugardalsvelli 8 liða úrslit 2004: FH vann 3-1 á KR-velli Undanúrslit 2003: FH vann 3-2 á LaugardalsvelliSamtals: 3 FH-sigrar 3 KR-sigrar 11 FH-mörk 8 KR-mörk Mjólkurbikarinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
FH-ingar reyna í kvöld að vinna sinn fyrsta bikarleik á móti KR í nákvæmlega níu ár en það er einmitt jafnlangt liðið síðan að FH-liðið varð bikarmeistari síðast. FH og KR hafa mæst áður í bikarsögunni en leikurinn í kvöld verður samt sögulegur. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. Allir sex bikarleikir FH og KR til þessa hafa nefnilega farið fram í Reykjavík. Það breytist í kvöld þegar FH-ingar taka á móti erkifjendum sínum í Vesturbænum í undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Fjórir leikjanna hafa farið fram á KR-vellinum í Frostaskjóli þar á meðal þeir þrír síðustu sem KR hefur unnið alla. FH vann þrjá fyrstu bikarleiki liðanna, einn á KR-vellinum en hina tvo á þjóðarleikvanginum í Laugardalnum. FH hefur ekki unnið bikarleik á móti KR síðan í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum haustið 2010. FH vann þá 4-0 stórsigur þökk sé tveimur mörkum frá Matthíasi Vilhjálmssyni og sitt hvoru markinu frá Atli Viðari Björnssyni og Atla Guðnasyni. Þessi bikarúrslitaleikur fyrir níu árum fór einmitt fram 14. ágúst og það eru því liðin nákvæmlega níu heil ár þegar leikurinn er spilaður í dag. Leikirnir hófust meira að segja á sama tíma eða klukkan 18.00.Sex bikarleikir KR og FH: 8 liða úrslit 2015: KR vann 2-1 á KR-velli 32 liða úrslit 2014: KR vann 1-0 á KR-velli 16 liða úrslit 2011: KR vann 2-0 á KR-velli Úrslitaleikur 2010: FH vann 4-0 á Laugardalsvelli 8 liða úrslit 2004: FH vann 3-1 á KR-velli Undanúrslit 2003: FH vann 3-2 á LaugardalsvelliSamtals: 3 FH-sigrar 3 KR-sigrar 11 FH-mörk 8 KR-mörk
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira