Hverjir geta keypt? Logi Einarsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun