„Ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum en þeim mun ekki takast það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 10:30 Megan Rapinoe of félagar í bandaríska landsliðinu hafa mikinn stuðning eftir sigur þeirra á HM í sumar. Getty/Al Bello Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira