Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent