Norður-Kórea hefur hafnað frekari friðarviðræðum við granna sína í suðri. Stjónvöld í Pjongjang skella skuldinni alfarið á Suður-Kóreumenn, sem þau segja að hafi hagað sér með þeim hætti að ómögulegt sé að halda áfram á braut friðar.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar ræðu sem forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in hélt í gær þar sem hann hét því að sameina allan Kóreuskagann fyrir árið 2045, en Kórea skiptist upp í tvö ríki árið 1945 að lokinni seinni heimstyrjöld.
Norðanmenn segja ófært að tala á þessum nótum á sama tíma og verið sé að skipuleggja heræfingar með helsta óvini Norður Kóreu, Bandaríkjamönnum, og því geti ekkert framhald orðið á viðræðunum.
Að auki skutu Norður Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft í morgun, og er það sjötta slíka tilraunin á innan við mánuði.
Hafna friðarviðræðum vegna heræfinga

Tengdar fréttir

Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu
Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga.

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna
Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung.