Minntust látins félaga með lágflugi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 07:37 Vélarnar þrjár lögðu lykkju á leið sína til að fljúga sérstaklega yfir höfuðborgarsvæðið í minningu Sigurvins Bjarnasonar. Vísir/Vilhelm Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Vakti það nokkra athygli borgarbúa, þeirra á meðal ráðgjafans Greips Gíslasonar: Hvert var tilefni lágflugs @Icelandair-vélar á leið frá Dyflinni til Keflavíkur yfir #Reykjavík rétt í þessu? pic.twitter.com/XU8l4p2ff7— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) August 15, 2019 Á vefsvæðinu Flugblogg er ástæðan lágflugsins sögð vera útför flugmannsins Sigurvins Bjarnasonar, sem starfaði hjá Icelandair. Hann lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli í lok júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í gær. Hann var 64 ára gamall og lét eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn Myndir frá athöfninni og flugleiðum vélanna þriggja, sem allar voru af gerðinni Boeing 757, má sjá hér að neðan. Vélarnar voru á leið til Keflavíkur; ein frá Kaupmannahöfn, önnur frá Dyflinni og sú þriðja frá Ósló. Eins og sjá má af myndunum lögðu þær allar lykkju á leið sína til að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið, ein þeirra flaug jafnvel í heilan hring úti fyrir Álftanesi. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Vakti það nokkra athygli borgarbúa, þeirra á meðal ráðgjafans Greips Gíslasonar: Hvert var tilefni lágflugs @Icelandair-vélar á leið frá Dyflinni til Keflavíkur yfir #Reykjavík rétt í þessu? pic.twitter.com/XU8l4p2ff7— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) August 15, 2019 Á vefsvæðinu Flugblogg er ástæðan lágflugsins sögð vera útför flugmannsins Sigurvins Bjarnasonar, sem starfaði hjá Icelandair. Hann lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli í lok júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í gær. Hann var 64 ára gamall og lét eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn Myndir frá athöfninni og flugleiðum vélanna þriggja, sem allar voru af gerðinni Boeing 757, má sjá hér að neðan. Vélarnar voru á leið til Keflavíkur; ein frá Kaupmannahöfn, önnur frá Dyflinni og sú þriðja frá Ósló. Eins og sjá má af myndunum lögðu þær allar lykkju á leið sína til að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið, ein þeirra flaug jafnvel í heilan hring úti fyrir Álftanesi.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01
Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00