Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:48 Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00