Leiknir aðeins þremur stigum frá 2. sæti eftir dramatískan sigur á Þrótti | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2019 19:59 Kristján Páll Jónsson lagði upp sigurmark Leiknis. vísir/ernir Ernir Bjarnason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Ernir skoraði sigurmark Leiknismanna þegar mínúta var til leiksloka. Breiðhyltingar eru áfram í 4. sæti deildarinnar en eru nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Leiknir hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð. Þróttarar hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom Leikni yfir á 11. mínútu eftir sendingu Ingólfs Sigurðssonar. Lárus Björnsson jafnaði í 1-1 á 67. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En Ernir var á öðru máli eins og fyrr sagði. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Leiknir 2-1 Þróttur Fjölnir og Grótta gerðu markalaust jafntefli í toppslag á Extra-vellinum í Grafarvogi. Þetta var þriðja jafntefli Fjölnismanna í röð og fjórða jafntefli Seltirninga í síðustu fimm leikjum. Fjölnir er með 35 stig á toppi deildarinnar en Grótta er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi á eftir Þór sem er í 2. sætinu. Rick Ten Voorde bjargaði stigi fyrir Þórsara gegn Haukum fyrir norðan þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var fimmta mark hollenska framherjans fyrir Þór í aðeins sjö leikjum. Aron Freyr Róbertsson skoraði mark Hauka úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Hafnfirðingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig. Magni getur sent Hauka í fallsæti með því að vinna Aftureldingu í lokaleik 17. umferðar á morgun. Þá tryggði glæsilegt mark Dags Inga Valssonar Keflavík sigur á Víkingi Ó., 2-1, suður með sjó. Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði mörkin komu úr vítum. Adold Bitegeko kom Keflvíkingum yfir á 23. mínútu en Harley Willard jafnaði fyrir Ólsara sjö mínútum síðar. Á 71. mínútu skoraði Dagur Ingi sigurmarkið með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna. Með sigrinum komst Keflavík upp fyrir Víking í 6. sæti deildarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Ernir Bjarnason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Ernir skoraði sigurmark Leiknismanna þegar mínúta var til leiksloka. Breiðhyltingar eru áfram í 4. sæti deildarinnar en eru nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Leiknir hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð. Þróttarar hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom Leikni yfir á 11. mínútu eftir sendingu Ingólfs Sigurðssonar. Lárus Björnsson jafnaði í 1-1 á 67. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En Ernir var á öðru máli eins og fyrr sagði. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Leiknir 2-1 Þróttur Fjölnir og Grótta gerðu markalaust jafntefli í toppslag á Extra-vellinum í Grafarvogi. Þetta var þriðja jafntefli Fjölnismanna í röð og fjórða jafntefli Seltirninga í síðustu fimm leikjum. Fjölnir er með 35 stig á toppi deildarinnar en Grótta er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi á eftir Þór sem er í 2. sætinu. Rick Ten Voorde bjargaði stigi fyrir Þórsara gegn Haukum fyrir norðan þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var fimmta mark hollenska framherjans fyrir Þór í aðeins sjö leikjum. Aron Freyr Róbertsson skoraði mark Hauka úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Hafnfirðingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig. Magni getur sent Hauka í fallsæti með því að vinna Aftureldingu í lokaleik 17. umferðar á morgun. Þá tryggði glæsilegt mark Dags Inga Valssonar Keflavík sigur á Víkingi Ó., 2-1, suður með sjó. Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði mörkin komu úr vítum. Adold Bitegeko kom Keflvíkingum yfir á 23. mínútu en Harley Willard jafnaði fyrir Ólsara sjö mínútum síðar. Á 71. mínútu skoraði Dagur Ingi sigurmarkið með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna. Með sigrinum komst Keflavík upp fyrir Víking í 6. sæti deildarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira