Kolbeinn í viðtali í virtasta boxtímariti heims: „Vonandi borgar öll vinnan sig á endanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00