Hundruð milljóna til Háskóla Íslands, betri umferð og minni mengun - allt ókeypis! Björn Teitsson skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun