Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 10:28 Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37