Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:34 Elínborg Harpa Önundardóttir. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent