Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 23:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, (t.h.) verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, (t.v.) heimsækir Ísland. getty/Chip Somodevilla - vísir/Vilhelm gunnarsson Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“ Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira