Leikmannasamtökin gagnrýna málflutning ÍTF: „Könnunin lögð fram á rafrænu formi en ekki pappír“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2019 10:24 Úr leik í Pepsi Max-deild karla. vísir/daníel Leikmannasamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu sem hefur skapast um könnum sem samtökin gerðu á kjörum og vinnuumhverfi leikmanna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildunum á Íslandi, gagnrýndi könnun Leikmannasamtakanna og hvernig hún hafi verið unnin. Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings R., sagði í samtali við Fréttablaðið að könnunin hafi ekki verið nógu vel framkvæmd og hún sé „varla pappírsins virði“. Í yfirlýsingu sinni segja Leikmannasamtökin að könnunin hafi verið lögð fram á rafrænu formi, ekki á pappír eins og Haraldur hélt fram í áðurnefndu viðtali. Mynd, sem Haraldur vísar til og sýnir unga leikmenn ÍA svara könnunni á pappír, hafi verið frá 2016 og gefi ekki rétta mynd af því hvernig könnunin var framkvæmd í ár. Athygli vakti að í könnunni sögðust þrír leikmenn vera með meira en 3,6 milljónir króna í mánaðarlaun, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ sagði í yfirlýsingu frá ÍTF. Leikmannasamtökin segjast í sinni yfirlýsingu ekki geta ábyrgst að allir leikmenn svari spurningum í könnunni samviskusamlega. Það væri erfitt, sama hvernig könnunin væri framkvæmd. Leikmannasamtökin segja jafnframt að niðurstöður könnunarinnar séu ekki heilagur sannleikur en gefi samt ágætis vísbendingu um stöðuna, enda hafi tæplega 200 manns svarað henni. Þá þakka Leikmannasamtökin þeim leikmönnum sem svöruðu könnunni fyrir að hjálpa sér við að kortleggja þau atriði sem spurt var um. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Leikmannasamtök Íslands vilja koma eftirfarandi á framfæri.Leikmannasamtök Íslands fara reglulega í heimsóknir til íslenskra félaga. Í einni slíkri heimsókn, á fyrstu mánuðum ársins 2019, voru leikmenn beðnir um að svara könnun þar sem spurt var um ýmsa þætti er varða laun, aðstöðu og fleira hjá félaginu sem þeir spila með. Þessi könnun var lögð fyrir leikmenn um allan heim árið 2016 og voru það leikmannasamtök hvers lands sem sáu um það. Könnunin í ár er sú sama og lögð var fyrir leikmenn árið 2016. Þessi könnun er til þess gerð að fá upplýsingar um þessi tilteknu atriði en niðurstöður hennar eru ekki heilagur sannleikur, en þær gefa samt sem áður ágætis vísbendingu um hvernig staðan er enda tæplega 200 leikmenn sem svöruðu könnuninni.Vegna þeirrar umræðu sem skapaðist eftir að Morgunblaðið, sem og aðrir miðlar, birti fréttir um niðurstöður könnunarinnar viljum við, Leikmannasamtök Íslands, árétta nokkra hluti. Könnunin 2019 var lögð fram á rafrænu formi, en ekki á pappír eins og einhverjir hafa haldið fram. Það gerir það að verkum að leikmenn gátu svarað umræddri könnun í símanum sínum og á þeim tíma sem þeir kusu áður en fresturinn rann út. Árið 2016 var könnunin lögð fram á pappír.Við getum ekki ábyrgst það að einhverjir leikmenn ákveði að svara ekki spurningum í könnuninni samviskusamlega, það væri erfitt að koma í veg fyrir það sama hvert fyrirkomulagið væri. Við erum þess fullviss að lang stærsti hluti þeirra sem svöruðu hafi gert það samviskusamlega, enda einungis nokkur svör sem skjóta skökku við.Leikmannasamtökin birtu mynd árið 2016 af ungum leikmönnum ÍA vera að taka könnun, en ekki núna þegar könnunin fyrir árið 2019 var lögð fyrir. Það er því aftur rangt með farið um hvernig framkvæmd könnunarinnar var.Leikmannasamtökin vinna að hagsmunum leikmanna allt árið um kring. Það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn hafi málsvara og geti leitað til utanaðkomandi aðila ef eitthvað kemur upp á. Það er mjög fjarri sannleikanum að halda því fram að ef eitthvað er að, t.d. hvað varðar sjúkraþjálfun eða annað slíkt, væri búið að grípa í taumana og leysa það. Ítrekað fáum við mál inn á okkar borð þar sem eitthvað vandamál hefur fengið að viðgangast í lengri tíma án þess að félagið bregðist við..Okkur þykir það einnig miður að Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og framkvæmdastjóri Víkings Reykjavíkur, telji þessa könnun varla vera pappírsins virði. Tæplega 200 leikmenn í efstu deild tóku sér tíma til þess að svara könnuninni. Eins og áður sagði er erfitt, ef ekki ómögulegt, að koma í veg fyrir að einhverjir svari ekki samviskusamlega.Aftur viljum við koma því skýrt á framfæri að könnunin er ekki heilagur sannleikur heldur aðeins til þess gerð að hægt sé að fá einhverja hugmynd um stöðu mála. Það teljum við að hún hafi sannarlega gert og hvetjum við fjölmiðla til þess að vinna úr fleiri niðurstöðum, svo sem borguðum frídögum leikmanna eða hvernig haldið sé utan um sjúkraþjálfun svo dæmi séu tekin.Að lokum viljum við þakka öllum þeim leikmönnum sem svöruðu könnuninni og hjálpuðu okkur við að kortleggja þessi atriði sem spurt var um.Fyrir hönd Leikmannasamtakanna,Kristinn Björgúlfsson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 „Þetta er óþolandi fullyrðing og hún er ekki sönn“ Þórir Hákonarson er ekki sáttur með ummæli stjórnarmanns leikmannasamtaka Íslands. 30. júlí 2019 19:30 Finnst könnunin ekki pappírsins virði Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. 1. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
Leikmannasamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu sem hefur skapast um könnum sem samtökin gerðu á kjörum og vinnuumhverfi leikmanna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildunum á Íslandi, gagnrýndi könnun Leikmannasamtakanna og hvernig hún hafi verið unnin. Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings R., sagði í samtali við Fréttablaðið að könnunin hafi ekki verið nógu vel framkvæmd og hún sé „varla pappírsins virði“. Í yfirlýsingu sinni segja Leikmannasamtökin að könnunin hafi verið lögð fram á rafrænu formi, ekki á pappír eins og Haraldur hélt fram í áðurnefndu viðtali. Mynd, sem Haraldur vísar til og sýnir unga leikmenn ÍA svara könnunni á pappír, hafi verið frá 2016 og gefi ekki rétta mynd af því hvernig könnunin var framkvæmd í ár. Athygli vakti að í könnunni sögðust þrír leikmenn vera með meira en 3,6 milljónir króna í mánaðarlaun, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ sagði í yfirlýsingu frá ÍTF. Leikmannasamtökin segjast í sinni yfirlýsingu ekki geta ábyrgst að allir leikmenn svari spurningum í könnunni samviskusamlega. Það væri erfitt, sama hvernig könnunin væri framkvæmd. Leikmannasamtökin segja jafnframt að niðurstöður könnunarinnar séu ekki heilagur sannleikur en gefi samt ágætis vísbendingu um stöðuna, enda hafi tæplega 200 manns svarað henni. Þá þakka Leikmannasamtökin þeim leikmönnum sem svöruðu könnunni fyrir að hjálpa sér við að kortleggja þau atriði sem spurt var um. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Leikmannasamtök Íslands vilja koma eftirfarandi á framfæri.Leikmannasamtök Íslands fara reglulega í heimsóknir til íslenskra félaga. Í einni slíkri heimsókn, á fyrstu mánuðum ársins 2019, voru leikmenn beðnir um að svara könnun þar sem spurt var um ýmsa þætti er varða laun, aðstöðu og fleira hjá félaginu sem þeir spila með. Þessi könnun var lögð fyrir leikmenn um allan heim árið 2016 og voru það leikmannasamtök hvers lands sem sáu um það. Könnunin í ár er sú sama og lögð var fyrir leikmenn árið 2016. Þessi könnun er til þess gerð að fá upplýsingar um þessi tilteknu atriði en niðurstöður hennar eru ekki heilagur sannleikur, en þær gefa samt sem áður ágætis vísbendingu um hvernig staðan er enda tæplega 200 leikmenn sem svöruðu könnuninni.Vegna þeirrar umræðu sem skapaðist eftir að Morgunblaðið, sem og aðrir miðlar, birti fréttir um niðurstöður könnunarinnar viljum við, Leikmannasamtök Íslands, árétta nokkra hluti. Könnunin 2019 var lögð fram á rafrænu formi, en ekki á pappír eins og einhverjir hafa haldið fram. Það gerir það að verkum að leikmenn gátu svarað umræddri könnun í símanum sínum og á þeim tíma sem þeir kusu áður en fresturinn rann út. Árið 2016 var könnunin lögð fram á pappír.Við getum ekki ábyrgst það að einhverjir leikmenn ákveði að svara ekki spurningum í könnuninni samviskusamlega, það væri erfitt að koma í veg fyrir það sama hvert fyrirkomulagið væri. Við erum þess fullviss að lang stærsti hluti þeirra sem svöruðu hafi gert það samviskusamlega, enda einungis nokkur svör sem skjóta skökku við.Leikmannasamtökin birtu mynd árið 2016 af ungum leikmönnum ÍA vera að taka könnun, en ekki núna þegar könnunin fyrir árið 2019 var lögð fyrir. Það er því aftur rangt með farið um hvernig framkvæmd könnunarinnar var.Leikmannasamtökin vinna að hagsmunum leikmanna allt árið um kring. Það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn hafi málsvara og geti leitað til utanaðkomandi aðila ef eitthvað kemur upp á. Það er mjög fjarri sannleikanum að halda því fram að ef eitthvað er að, t.d. hvað varðar sjúkraþjálfun eða annað slíkt, væri búið að grípa í taumana og leysa það. Ítrekað fáum við mál inn á okkar borð þar sem eitthvað vandamál hefur fengið að viðgangast í lengri tíma án þess að félagið bregðist við..Okkur þykir það einnig miður að Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og framkvæmdastjóri Víkings Reykjavíkur, telji þessa könnun varla vera pappírsins virði. Tæplega 200 leikmenn í efstu deild tóku sér tíma til þess að svara könnuninni. Eins og áður sagði er erfitt, ef ekki ómögulegt, að koma í veg fyrir að einhverjir svari ekki samviskusamlega.Aftur viljum við koma því skýrt á framfæri að könnunin er ekki heilagur sannleikur heldur aðeins til þess gerð að hægt sé að fá einhverja hugmynd um stöðu mála. Það teljum við að hún hafi sannarlega gert og hvetjum við fjölmiðla til þess að vinna úr fleiri niðurstöðum, svo sem borguðum frídögum leikmanna eða hvernig haldið sé utan um sjúkraþjálfun svo dæmi séu tekin.Að lokum viljum við þakka öllum þeim leikmönnum sem svöruðu könnuninni og hjálpuðu okkur við að kortleggja þessi atriði sem spurt var um.Fyrir hönd Leikmannasamtakanna,Kristinn Björgúlfsson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 „Þetta er óþolandi fullyrðing og hún er ekki sönn“ Þórir Hákonarson er ekki sáttur með ummæli stjórnarmanns leikmannasamtaka Íslands. 30. júlí 2019 19:30 Finnst könnunin ekki pappírsins virði Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. 1. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30
Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30
„Þetta er óþolandi fullyrðing og hún er ekki sönn“ Þórir Hákonarson er ekki sáttur með ummæli stjórnarmanns leikmannasamtaka Íslands. 30. júlí 2019 19:30
Finnst könnunin ekki pappírsins virði Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. 1. ágúst 2019 11:00
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn