Suður-Kórea ekki lengur á „hvítum lista“ Japans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 12:15 Mótmælendur í Suður-Kóreu halda uppi skiltum sem á stendur "No abe“ til að mótmæla fjarlægingu landsins af lista Japans yfir lönd sem sé treystandi í viðskiptum. getty/Chung Sung-Jun Japan hefur ákveðið að fjarlægja Suður-Kóreu af lista sínum yfir viðskiptafélaga sem er treystandi. Mikil spenna hefur verið á milli ríkjanna undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðuninni til að fjarlægja Suður-Kóreu af svokölluðum „hvítum lista“ munu fylgja viðskiptahömlur við landið. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, gagnrýndi á föstudag „sjálfselska“ ákvörðun yfirvalda í Tókýó og hótaði mögulegum hefndaraðgerðum. Deilurnar hafa valdið truflun í viðskiptum á tæknivörum og hafa margir í tæknigeiranum áhyggjur af því að hann muni líða fyrir það. Deilurnar kviknuðu vegna diplómatískrar spennu sem orsakaðist af dómi sem féll sem skyldaði Japan til að greið Suður-Kóreu bætur fyrir þrælkunarvinnu Suður-Kóreumanna fyrir Japan í seinni heimsstyrjöld. Japan segir að ráðstafanirnar séu vegna áhyggja yfir þjóðaröryggi landsins og nefndu einnig ófullnægjandi takmarkanir í útflutningi. Á ríkisstjórnarfundi sem var sjónvarpað sagði Moon að „sjálfselsk ákvörðun [Tókýó] muni hafa alvarleg áhrif á hagkerfi heimsins vegna truflunar á alþjóðlegum flutningsleiðum.“ „Ábyrgðin á því sem kemur næst liggur bara á herðum japanskra yfirvalda.“ Ráðandi flokkurinn í Suður-Kóreu, Demókrataflokkurinn, lýsti ákvörðun Japan sem „alhliða yfirlýsingu efnahagslegs stríðs.“ Japan Suður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Japan hefur ákveðið að fjarlægja Suður-Kóreu af lista sínum yfir viðskiptafélaga sem er treystandi. Mikil spenna hefur verið á milli ríkjanna undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðuninni til að fjarlægja Suður-Kóreu af svokölluðum „hvítum lista“ munu fylgja viðskiptahömlur við landið. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, gagnrýndi á föstudag „sjálfselska“ ákvörðun yfirvalda í Tókýó og hótaði mögulegum hefndaraðgerðum. Deilurnar hafa valdið truflun í viðskiptum á tæknivörum og hafa margir í tæknigeiranum áhyggjur af því að hann muni líða fyrir það. Deilurnar kviknuðu vegna diplómatískrar spennu sem orsakaðist af dómi sem féll sem skyldaði Japan til að greið Suður-Kóreu bætur fyrir þrælkunarvinnu Suður-Kóreumanna fyrir Japan í seinni heimsstyrjöld. Japan segir að ráðstafanirnar séu vegna áhyggja yfir þjóðaröryggi landsins og nefndu einnig ófullnægjandi takmarkanir í útflutningi. Á ríkisstjórnarfundi sem var sjónvarpað sagði Moon að „sjálfselsk ákvörðun [Tókýó] muni hafa alvarleg áhrif á hagkerfi heimsins vegna truflunar á alþjóðlegum flutningsleiðum.“ „Ábyrgðin á því sem kemur næst liggur bara á herðum japanskra yfirvalda.“ Ráðandi flokkurinn í Suður-Kóreu, Demókrataflokkurinn, lýsti ákvörðun Japan sem „alhliða yfirlýsingu efnahagslegs stríðs.“
Japan Suður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira