Skjálftinn fannst í Jakarta, höfuðborg Indónesíu og sáust íbúar borgarinnar hlaupa út úr húsum sínum.
Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út minniháttar flóðaviðvörun fyrir fjögur svæði. Nú er unnið að því að flytja íbúa í burtu frá strandlengjunni yfir á landsvæði sem er hærra yfir sjávarmáli.
