Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 20:38 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“ Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15