Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 21:00 Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45
Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24