Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 18:10 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15
Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00
Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30