Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 07:30 "Þetta var mikil upplifun og erum eiginlega ekki komin niður á jörðina aftur ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Gunnar. Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri. Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri.
Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira