Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:01 Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Á myndinni eru ráðherra skattamála og skattstjóri Danmerkur. Vísir/epa Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa Danmörk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa
Danmörk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira