Hæstiréttur Ástralíu staðfestir brottrekstur embættismannsins sem tísti undir dulnefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2019 10:12 Banerji tístu um umdeilda stefnu ástralska stjórnvalda í innflytjendamálum. Vísir/Getty Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki. Ástralía Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki.
Ástralía Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent