Þar sem húsin hanga í klettunum Elín Albertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Falleg ströndin í Cinque Terre er ógleymanleg sjón. Ítalía heillar Íslendinga sem aðra. Það eru margir mjög spennandi staðir á Ítalíu sem gaman er að heimsækja. Einn þeirra er ítalska rívíeran sem er að verða eftirsóttasti hluti Ítalíu, sérstaklega bæirnir í Cinque Terre. Á austasta hluta rívíerunnar er bærinn La Spezia en þaðan sigla bátar og skip með fólk sem vill sjá rívíeruna frá sjó og jafnvel stoppa stutta stund í einhverjum bænum. Fyrir um fimmtán árum var Cinque Terre með öllum sínum fallegu litríku húsum, allt frá Genova til Pisa, falin perla. Stór forsíðumynd á frægu dagblaði vakti þessa bæi af værum blundi og ferðamönnum fjölgaði ört. Þá fór einnig að bera á skemmtiferðaskipum sem nú sigla meðfram Cinque Terre í Miðjarðarhafssiglingum.Mikill fjöldi ferðamanna Frá apríl og fram í október eru bæirnir fullir af ferðamönnum sem margir koma siglandi. Göturnar í þessum litlu klettabæjum eru svo þröngar að þar fara engir bílar akandi. Ekki er tekið á móti fólki með börn, fólki í hjólastólum eða hjartveikum í þessar siglingar. Bæirnir eru erfiðir yfirferðar og það þarf að klífa kletta. Riomaggiore, einn af frægustu fiskimannabæjunum í Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. NORDICPHOTOS/GETTYBæjaryfirvöld hafa þurft að setja fjöldatakmarkanir á ferðamenn á vissum tímum. Allir veitingastaðir og barir eru smekkfullir af fólki og margir segja að friðurinn sé úti í litlu fallegu þorpunum. Flestallir ferðamenn eru dagsgestir sem stoppa stutt, koma með lest sem er yfirleitt troðin. Ferðamönnum er bent á að gæta sín á vasaþjófum í lestinni, sérstaklega börnunum sem gerð eru út í þeim tilgangi að ræna gesti. La Spezia er sá bær þar sem skemmtiferðaskipin stoppa. Frá La Spezia fer lestin til litlu bæjanna. Áform eru um að bæta aðstöðuna fyrir skemmtiferðaskipin til að hægt sé að taka á móti fleiri ferðamönnum. Engu að síður vilja bæjaryfirvöld í Cinque Terre fækka ferðamönnum úr 2,5 milljónum gesta í 1,5 milljónir. Óljóst er hvernig það á að takast. Ein uppástungan er dýr aðgöngumiði að bæjunum. Frá La Spezia höfninni sigla bátar og skip um ítölsku rivíeruna.Einnig hefur verið talað um app sem virkar eins og einhvers konar umferðarljós, það lætur vita í hvaða þorpi fæstir eru. Rautt ljós merkir að bærinn sé lokaður ferðamönnum en grænt að það sé allt í góðu að koma í heimsókn. Þá er einnig rætt um að setja upp miðasölu fyrir fram. Aðeins sé hægt að koma í heimsókn hafi fólk í fórum sínum miða sem það hafi áður keypt. Það gæti hins vegar verið erfitt að framkvæma þar sem margir gestir koma með skipum og stoppa stutt.Einstök náttúruperla Cinque Terre er sögð einstök náttúruperla, falleg og sjarmerandi. Margir segja ógleymanlegt að sigla með ströndinni og stoppa einhverja stund í bæjunum en aðrir vilja taka lestina. Lestarferð frá Monterosso til Vernazza er ægifögur, ekið er um vínakra sem liggja utan í klettaveggnum. Útsýnið frá Vernazza er ógleymanlegt. Það eru 550 tröppur upp í turn á hæðinni, erfið leið en þegar upp er komið er útsýnið sannkallað ævintýri á að líta. Munið eftir góðum gönguskóm.Litrík og falleg höfnin í Vernazza í Cinque Terre.Vilji gestir fá sér að borða á ævintýralega fallegum stað er mælt með Porto Roca hótelinu í Monterosso. Þaðan er eitt fallegasta útsýni í Evrópu, að því er The Economist hefur skrifað. Hótelið liggur hátt í klettavegg og skagar út í Miðjarðarhafið. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrir fram.Rólegri staðir Vilji fólk sjá sjarmerandi litla bæi við ítölsku ströndina án þess að vera í ferðamannaþrönginni gæti verið sniðugt að heimsækja Portovenere sem er suður af Cinque Terre bæjunum. Bærinn er ekki ósvipaður þeim en engin járnbrautarlest fer þar um. Sestri Levante er lítill svefnbær mitt á milli Genova og Cinque Terre sem býður upp á mjög ítalskt og skemmtilegt umhverfi sem einnig er áhugavert að heimsækja. Ferðalög Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira
Ítalía heillar Íslendinga sem aðra. Það eru margir mjög spennandi staðir á Ítalíu sem gaman er að heimsækja. Einn þeirra er ítalska rívíeran sem er að verða eftirsóttasti hluti Ítalíu, sérstaklega bæirnir í Cinque Terre. Á austasta hluta rívíerunnar er bærinn La Spezia en þaðan sigla bátar og skip með fólk sem vill sjá rívíeruna frá sjó og jafnvel stoppa stutta stund í einhverjum bænum. Fyrir um fimmtán árum var Cinque Terre með öllum sínum fallegu litríku húsum, allt frá Genova til Pisa, falin perla. Stór forsíðumynd á frægu dagblaði vakti þessa bæi af værum blundi og ferðamönnum fjölgaði ört. Þá fór einnig að bera á skemmtiferðaskipum sem nú sigla meðfram Cinque Terre í Miðjarðarhafssiglingum.Mikill fjöldi ferðamanna Frá apríl og fram í október eru bæirnir fullir af ferðamönnum sem margir koma siglandi. Göturnar í þessum litlu klettabæjum eru svo þröngar að þar fara engir bílar akandi. Ekki er tekið á móti fólki með börn, fólki í hjólastólum eða hjartveikum í þessar siglingar. Bæirnir eru erfiðir yfirferðar og það þarf að klífa kletta. Riomaggiore, einn af frægustu fiskimannabæjunum í Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. NORDICPHOTOS/GETTYBæjaryfirvöld hafa þurft að setja fjöldatakmarkanir á ferðamenn á vissum tímum. Allir veitingastaðir og barir eru smekkfullir af fólki og margir segja að friðurinn sé úti í litlu fallegu þorpunum. Flestallir ferðamenn eru dagsgestir sem stoppa stutt, koma með lest sem er yfirleitt troðin. Ferðamönnum er bent á að gæta sín á vasaþjófum í lestinni, sérstaklega börnunum sem gerð eru út í þeim tilgangi að ræna gesti. La Spezia er sá bær þar sem skemmtiferðaskipin stoppa. Frá La Spezia fer lestin til litlu bæjanna. Áform eru um að bæta aðstöðuna fyrir skemmtiferðaskipin til að hægt sé að taka á móti fleiri ferðamönnum. Engu að síður vilja bæjaryfirvöld í Cinque Terre fækka ferðamönnum úr 2,5 milljónum gesta í 1,5 milljónir. Óljóst er hvernig það á að takast. Ein uppástungan er dýr aðgöngumiði að bæjunum. Frá La Spezia höfninni sigla bátar og skip um ítölsku rivíeruna.Einnig hefur verið talað um app sem virkar eins og einhvers konar umferðarljós, það lætur vita í hvaða þorpi fæstir eru. Rautt ljós merkir að bærinn sé lokaður ferðamönnum en grænt að það sé allt í góðu að koma í heimsókn. Þá er einnig rætt um að setja upp miðasölu fyrir fram. Aðeins sé hægt að koma í heimsókn hafi fólk í fórum sínum miða sem það hafi áður keypt. Það gæti hins vegar verið erfitt að framkvæma þar sem margir gestir koma með skipum og stoppa stutt.Einstök náttúruperla Cinque Terre er sögð einstök náttúruperla, falleg og sjarmerandi. Margir segja ógleymanlegt að sigla með ströndinni og stoppa einhverja stund í bæjunum en aðrir vilja taka lestina. Lestarferð frá Monterosso til Vernazza er ægifögur, ekið er um vínakra sem liggja utan í klettaveggnum. Útsýnið frá Vernazza er ógleymanlegt. Það eru 550 tröppur upp í turn á hæðinni, erfið leið en þegar upp er komið er útsýnið sannkallað ævintýri á að líta. Munið eftir góðum gönguskóm.Litrík og falleg höfnin í Vernazza í Cinque Terre.Vilji gestir fá sér að borða á ævintýralega fallegum stað er mælt með Porto Roca hótelinu í Monterosso. Þaðan er eitt fallegasta útsýni í Evrópu, að því er The Economist hefur skrifað. Hótelið liggur hátt í klettavegg og skagar út í Miðjarðarhafið. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrir fram.Rólegri staðir Vilji fólk sjá sjarmerandi litla bæi við ítölsku ströndina án þess að vera í ferðamannaþrönginni gæti verið sniðugt að heimsækja Portovenere sem er suður af Cinque Terre bæjunum. Bærinn er ekki ósvipaður þeim en engin járnbrautarlest fer þar um. Sestri Levante er lítill svefnbær mitt á milli Genova og Cinque Terre sem býður upp á mjög ítalskt og skemmtilegt umhverfi sem einnig er áhugavert að heimsækja.
Ferðalög Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira