Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:06 Ítalski forsætisráðherrann hélt blaðamannafund í Rómarborg í gærkvöldi þar sem hann kallaði eftir því að innanríkisráðherrann myndi réttlæta ákvörðun sína gagnvart ítölsku þjóðinni. Vísir/ap Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“. Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“.
Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25