Ronsen telur að Gaga hafi stolið lagi sínu Almost sem kom út á SoundCloud sex árum áður en Shallow var gefið út.
Lögfræðingur Lady Gaga, Orin Snyder gefur lítið fyrir ásakanir Ronsen og segir: „Herra Ronsen og lögmaður hans eru að reyna að græða pening á kostnað vinsæls tónlistarmanns. Þetta er skammarlegt og rangt. Lady Gaga á hrós skilið fyrir að standa á sínu í þessu máli,“ en Lady Gaga hefur hafnað þessum ásökunum Ronsen.
Lögmaður Ronsen segir að tilraun hafi verið gerð fyrr á árinu til þess að leysa málið á góðu nótunum. Lögfræðiteymi Lady Gaga hafi verið færð öll gögn sem til þarf. Hljóðdæmi og vitnisburður frá tónlistarsérfræðingum sem eru sannfærðir um líkindi laganna.
Heyra má lögin hér að neðan.