Innlent

Vekja athygli á varasömum hviðum suðaustanlands

Birgir Olgeirsson skrifar
Er búist við að veðrið nái hámarki síðdegis í dag.
Er búist við að veðrið nái hámarki síðdegis í dag. Vísir/Gett
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur vakið athygli á staðbundnum og varasömum vindhviðum suðaustanlands með austanáttinni í dag. Sérstaklega á þetta við Sandfell í Öræfum þar sem hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu þvert á veg.

Er veðrið sagt ná hámarki síðdegis, eða um klukkan 15 til 17. Hvassast verður á milli Skógafoss og Víkur þar sem hvassast verður frá klukkan 18 til 21.

Unnið verður við malbikun á Eyrabakkavegi, milli hringtorgs við Fossveg og gatnamóta við Hagalæk í dag. Vegurinn er lokaður á meðan og hjáleiðir merktar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til 20:00. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi.

Á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags er stefnt að því að malbika akreinar á Suðurlandsvegi frá hringtorgi við Árbæjarveg og að Olís. Akreininni verður lokað og umferðinni stýrt í gegnum vinnusvæðið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til 08:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×