Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 22:05 Rocky hefur verið í haldi í tæpan mánuð. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka, hvers hlutverk er almennt að sjá um málefni bandarískra ríkisborgara sem teknir hafa verið sem gíslar, til Svíþjóðar. Er honum ætlað að fylgjast með réttarhöldunum yfir rapparanum A$AP Rocky, sem grunaður er um að hafa framið líkamsárás í Stokkhólmi í lok síðasta mánaðar. Erindrekinn, Robert O‘Brien, sást fyrr í dag í réttarsal í dómshúsi í Stokkhólmi þar sem rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, var leiddur fyrir dómara. Guardian greinir frá þessu. Talskona bandaríska sendiráðsins í Svíþjóð, Ruth Newman, segir O‘Brien hafa verið sendan til Svíþjóðar „til þess að fylgjast með velferð bandarískra ríkisborgara,“ en hún segir það vera helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar. Réttarhöld yfir rapparanum hófust í dag. A$AP Rocky er gefið að sök að hafa, ásamt tveimur öðrum mönnum, ráðist á 19 ára karlmann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn. Hann hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun júlí. Í Svíþjóð tíðkast ekki að sakborningum sé sleppt gegn tryggingu, og því hefur A$AP Rocky verið í varðhaldi síðan hann var handtekinn í byrjun júlí. Gert er ráð fyrir að réttað verði yfir A$AP Rocky næstu tvo daga, en á fimmtudag, síðasta degi réttarhaldanna, verða vitni í máli hans og hinna tveggja sakborninganna leidd fyrir dómara.Vel þekktir verndarenglar vaka yfir Rocky Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ötull talsmaður þess að A$AP Rocky verði veitt frelsi. Hann hefur þó nokkrum sinnum tíst um prísund rapparans og telur ósanngjarnt að honum sé haldið í varðhaldi. Eins hefur forsetinn átt í samskiptum við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, til þess að reyna að liðka fyrir því að A$AP Rocky fái að ganga laus. Þær tilraunir forsetans hafa þó ekki borið árangur, þar sem Löfven sagðist ekki geta blandað sér í dómsmál í Svíþjóð, og má merkja nokkra kergju hjá Trump vegna þess. Hefur hann meðal annars tíst um að Bandaríkin „geri svo mikið fyrir Svíþjóð, en það virki greinilega ekki þannig í hina áttina.“ Trump hefur líka tíst á þá leið að Svíþjóð sé hreinlega að bregðast samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna með því að sækja rapparann til saka, en A$AP Rocky er einmitt dökkur á hörund. Ekki liggur ljóst fyrir hvað forsetinn átti nákvæmlega við með þeim orðum sínum eða þá hvers lags ábyrgð hann telur Svíþjóð bera gagnvart samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna. Forsetinn er þó ekki eina frægðarmennið sem hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að aðstoða A$AP Rocky. Kim Kardashian, Justin Bieber og Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy, Puffy eða Diddy, hafa öll kallað eftir því að rapparanum verði sleppt. Eins hefur myllumerkið #JusticeForRocky (#RéttlætiFyrirRocky) farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka, hvers hlutverk er almennt að sjá um málefni bandarískra ríkisborgara sem teknir hafa verið sem gíslar, til Svíþjóðar. Er honum ætlað að fylgjast með réttarhöldunum yfir rapparanum A$AP Rocky, sem grunaður er um að hafa framið líkamsárás í Stokkhólmi í lok síðasta mánaðar. Erindrekinn, Robert O‘Brien, sást fyrr í dag í réttarsal í dómshúsi í Stokkhólmi þar sem rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, var leiddur fyrir dómara. Guardian greinir frá þessu. Talskona bandaríska sendiráðsins í Svíþjóð, Ruth Newman, segir O‘Brien hafa verið sendan til Svíþjóðar „til þess að fylgjast með velferð bandarískra ríkisborgara,“ en hún segir það vera helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar. Réttarhöld yfir rapparanum hófust í dag. A$AP Rocky er gefið að sök að hafa, ásamt tveimur öðrum mönnum, ráðist á 19 ára karlmann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn. Hann hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun júlí. Í Svíþjóð tíðkast ekki að sakborningum sé sleppt gegn tryggingu, og því hefur A$AP Rocky verið í varðhaldi síðan hann var handtekinn í byrjun júlí. Gert er ráð fyrir að réttað verði yfir A$AP Rocky næstu tvo daga, en á fimmtudag, síðasta degi réttarhaldanna, verða vitni í máli hans og hinna tveggja sakborninganna leidd fyrir dómara.Vel þekktir verndarenglar vaka yfir Rocky Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ötull talsmaður þess að A$AP Rocky verði veitt frelsi. Hann hefur þó nokkrum sinnum tíst um prísund rapparans og telur ósanngjarnt að honum sé haldið í varðhaldi. Eins hefur forsetinn átt í samskiptum við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, til þess að reyna að liðka fyrir því að A$AP Rocky fái að ganga laus. Þær tilraunir forsetans hafa þó ekki borið árangur, þar sem Löfven sagðist ekki geta blandað sér í dómsmál í Svíþjóð, og má merkja nokkra kergju hjá Trump vegna þess. Hefur hann meðal annars tíst um að Bandaríkin „geri svo mikið fyrir Svíþjóð, en það virki greinilega ekki þannig í hina áttina.“ Trump hefur líka tíst á þá leið að Svíþjóð sé hreinlega að bregðast samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna með því að sækja rapparann til saka, en A$AP Rocky er einmitt dökkur á hörund. Ekki liggur ljóst fyrir hvað forsetinn átti nákvæmlega við með þeim orðum sínum eða þá hvers lags ábyrgð hann telur Svíþjóð bera gagnvart samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna. Forsetinn er þó ekki eina frægðarmennið sem hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að aðstoða A$AP Rocky. Kim Kardashian, Justin Bieber og Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy, Puffy eða Diddy, hafa öll kallað eftir því að rapparanum verði sleppt. Eins hefur myllumerkið #JusticeForRocky (#RéttlætiFyrirRocky) farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30