Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 08:00 Öryggissvæði Keflavíkurflugvallar samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi. Mynd/Utanríkisráðuneytið Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00