Gömuldönsk Davíð Þorláksson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar