Reagan kallaði Afríkubúa „apa“ í símtali við Nixon Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 15:23 Nixon (t.v.) og Reagan (t.h.) saman á kosningafundi. Sá fyrrnefndi var forseti til 1974 þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins. Reagan varð forseti árið 1981. Vísir/Getty Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira