Vá sögð fyrir dyrum með íslenskt mál: Straujárn orðið að strauara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 12:30 Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar tekur á móti bókargjöf fyrir hönd leikskóla sveitarfélagsins. Með þeim á myndinni eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Anna Ingadóttir, deildarstjóri skólaþjónustu Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur. Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur.
Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira