Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 16:38 Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings en er nú tekinn við KR vísir/valli KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Mjólkurbikarinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira