Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 23:06 Um er að ræða uppfærslu á ratsjárkerfum NATO ásamt viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02