Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 19:15 Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent