Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 19:15 Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51